Íslendingar! Tökum höndum saman og komum í veg fyrir þessa hneisu.
Gunnar Björnsson
Gunnar Björnsson

Gunnar Björnsson

Ég undirritaður, sem er minnstur djákn í Guðs kristni, leyfi mér allra auðmjúklegast að furða mig á því reginhneyksli, að til tals skuli koma að taka burt krossinn úr merki Kirkjugarða Reykjavíkur, rjúfa tengsl stofnunarinnar við kristna trú og kristinn sið og breyta nafni hennar.

Ekki veit ég, undan hvaða rifjum þessar hugmyndir eru runnar, en trúlega búa hér að baki einhver þau rök, sem mig brestur þekkingu – og þó umfram allt gáfur – til þess að skilja. Ekki veit ég heldur, hvort þjóð okkar stendur slíkur stuggur af andvaragestum, að talin sá þörf á að rjúka upp til handa og fóta og grípa til fáranlegra ráðstafana á borð við þessar.

En hitt veit ég, að þegar menn segjast vera trúlausir og guðlausir, er alltaf og ævinlega á ferðinni sektarkennd með grímu, syndavitund

...