Biskupar og prestar Allir biskupar landsins og prestar Hólastiftis sóttu Hólahátíð sem haldin var um helgina. Kalt var í veðri og gránaði í fjöll.
Biskupar og prestar Allir biskupar landsins og prestar Hólastiftis sóttu Hólahátíð sem haldin var um helgina. Kalt var í veðri og gránaði í fjöll.

Árleg Hólahátíð fór fram um helgina á Hólum í Hjaltadal. Agnes Sigurðardóttir biskup prédikaði í hátíðarmessu í gær og kvaddi Hólastifti og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flutti ræðu á hátíðarsamkomu síðdegis. Aðrir biskupar landsins voru einnig viðstaddir hátíðina auk Guðrúnar Karls Helgudóttur, sem verður vígð biskup Íslands eftir hálfan mánuð.

Kalt var í veðri á Hólum í gær, að sögn hátíðargesta, og féllu raunar nokkrar snjóflygsur þar í gærmorgun og gránaði í fjöll.

Hátíðarhöldin hófust á laugardag með pílagrímagöngu úr Svarfaðardal heim til Hóla og síðdegis var gengin pílagrímaganga upp í Gvendarskál.

Uppbygging

Í ræðu sinni ræddi Áslaug Arna um mikilvægi þess að efla menntun um landið allt. Fyrir

...