Síðustu vikur hafa um 60-90 jarðskjálftar mælst á sólarhring á Reykjanesskaga en þeim fjölgaði í gær og voru í gærkvöldi orðnir 106 talsins. Einn skjálfti upp á 2,5 varð norðaustur af Hagafelli um hádegi í gær og er það stærsti skjálftinn sem hefur…
Eldgos Vísindamenn hafa talið eldgos yfirvofandi undanfarnar vikur.
Eldgos Vísindamenn hafa talið eldgos yfirvofandi undanfarnar vikur. — Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Síðustu vikur hafa um 60-90 jarðskjálftar mælst á sólarhring á Reykjanesskaga en þeim fjölgaði í gær og voru í gærkvöldi orðnir 106 talsins. Einn skjálfti upp á 2,5 varð norðaustur af Hagafelli um hádegi í gær og er það stærsti skjálftinn sem hefur mælst á því svæði síðan síðasta eldgosinu á svæðinu lauk, að sögn Minneyjar Sigurðardóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

Hún segir að veðrið spili líka inn í. „Þegar það er lítill vindur eru mælarnir næmari og þá sjáum við þessa allra minnstu skjálfta, en um leið og það fer að hvessa týnast þeir í suðinu af vindinum,“ segir Minney. Að sögn hennar búast jarðvísindamenn við öllu og fylgjast náið með. „Við búumst við gosi og við verðum bara viðbúin því. Það gæri orðið núna næstu daga en það gæti líka gerst á næstu vikum.“