Frá árinu 2009 hafa 209 Íslendingar gengist undir líffæraígræðslu á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg en Sjúkratryggingar Íslands og Sahlgrenska-sjúkrahúsið hafa átt í samstarfi um líffæraflutning og líffæraígræðslu í 14 ár.

„Samstarfið er þannig að [Sahlgrenska-sjúkrahúsið] tekur að sér líffæraskipti sem við höfum ekki haft tök á að framkvæma hér á Íslandi,“ segir Steindór Gunnar Steindórsson, samskiptastjóri Sjúkratrygginga Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir jafnframt að Landspítalinn taki einnig þátt í samstarfinu, en ferlið við líffæragjafir frá Íslandi hefst á Landspítalanum og hann sér um að senda viðkomandi líffæri út til Svíþjóðar.

Á síðasta ári var framrás líffæragjafa á vegum Sahlgrenska-sjúkrahússins sú mesta í sögunni með 109 nothæfa gjafa, þar af voru tíu frá Íslandi. Þá nýttust samtals 37 líffæri

...