Mótsmet Irma Gunnarsdóttir fagnaði sigri í langstökki um helgina.
Mótsmet Irma Gunnarsdóttir fagnaði sigri í langstökki um helgina. — Morgunblaðið/Hákon

FH varð á laugardaginn bikarmeistari í frjálsum íþróttum á Kópavogsvelli í Kópavogi, bæði í karla- og kvennaflokki. FH og ÍR háðu harða baráttu um bikarmeistaratitilinn en að endingu voru það Hafnfirðingar sem höfðu betur.

Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir, ÍR, setti mótsmet þegar hún kastaði kúlunni 16,66 metra og Irma Gunnarsdóttir úr FH bætti mótsmetið í langstökki kvenna þegar hún stökk 6,29 metra .

Þá fagnaði ÍR-ingurinn Guðni Valur Guðnason sigri í kringlukasti þegar hann kastaði 54,74 metra. Hilmar Örn Jónsson úr FH bar sigur úr býtum í sleggjukasti með nokkrum yfirburðum þegar hann kastaði 70,16 metra en hann kastaði rúmlega 25 metrum lengra en Mímir Sigurðsson sem varð í öðru sæti.

Birta María Haraldsdóttir úr FH fagnaði sigri í hástökki þegar

...