Samfélagsmiðillinn X (áður Twitter) tilkynnti á laugardag að félagið hefði hætt starfsemi í Brasilíu eftir harða baráttu við þarlenda dómstóla. Að sögn X var þessi ákvörðun tekin til að vernda starfsfólk fyrirtækisins í landinu gegn refsiaðgerðum af …
Slagur Elon Musk hefur ekki viljað gefa undan þrýstingi yfirvalda.
Slagur Elon Musk hefur ekki viljað gefa undan þrýstingi yfirvalda. — AFP/Frederic J. Brown

Samfélagsmiðillinn X (áður Twitter) tilkynnti á laugardag að félagið hefði hætt starfsemi í Brasilíu eftir harða baráttu við þarlenda dómstóla. Að sögn X var þessi ákvörðun tekin til að vernda starfsfólk fyrirtækisins í landinu gegn refsiaðgerðum af hálfu stjórnvalda, en samfélagsmiðillinn verður þó áfram opinn notendum í Brasilíu.

X hefur beint spjótum sínum að Alexandre de Moraes sem skipaður var í Hæstarétt landsins árið 2017. Moraes hefur stýrt rannsókn á svokölluðum „stafrænum hersveitum“ sem gefið er að sök hafa dreift falsfréttum um og kynda undir andúð á ríkisstjórn Jairs Bolsonaro á meðan hann var við völd. Í tengslum við rannsóknina krafðist dómarinn þess að X lokaði tilteknum notendareikningum en samfélagsmiðillinn, og þá einkum Elon Musk eigandi félagsins, hefur þráast við og segir kröfuna fela í sér stjórnarskrárbrot auk þess að Musk hefur sakað Moraes um að vega

...