Frá Bozar Brussel 2022 Bein útsending Perform Europe að hefjast.
Frá Bozar Brussel 2022 Bein útsending Perform Europe að hefjast. — Ljósmynd/Mathilde Laurent

Ása Richardsdóttir fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1964 og ólst upp í Kópavogi. Sem barn dvaldi hún öll sumur á Langeyri við Álftafjörð í Ísafjarðardjúpi þar sem faðir hennar og afi ráku fiskvinnslu og frystihús.

Ása gekk í skóla í Kópavogi, fyrst Digranesskóla, svo Víghólskóla og loks Menntaskólann þar í bæ. 16 ára fór hún til ársdvalar sem skiptinemi, til Colorado í Bandaríkjunum og er enn þá í miklum og nánum tengslum við fjölskylduna sína þar. Hún er með BA-gráðu í alþjóðastjórnmálum frá University of Kent Canterbury í Bretlandi, diplómagráðu í liststjórnun frá Fondation Marcel Hicter í Brussel og alþjóðlega MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

„Strax eftir menntaskóla vildi ég kynnast „alvörustörfum“ áður en ég færi í háskóla og stefndi á fjölmiðla. Sótti um tvö störf, blaðamannsstarf á Morgunblaðinu – sem ég fékk

...