Sky Lagoon, sem rekur baðlón á Kársnesi í Kópavogi, hefur staðið í framkvæmdum síðustu mánuði til þess að stækka lónið og bæta upplifun gesta. Breytingarnar felast meðal annars í stækkun á sánu en nú verða þar í boði tvenns konar svæði, annað með…
Sánabað Gestir geta farið í sánabað með útsýni yfir hafið og himininn.
Sánabað Gestir geta farið í sánabað með útsýni yfir hafið og himininn. — Ljósmynd/Atli Þór

Sky Lagoon, sem rekur baðlón á Kársnesi í Kópavogi, hefur staðið í framkvæmdum síðustu mánuði til þess að stækka lónið og bæta upplifun gesta.

Breytingarnar felast meðal annars í stækkun á sánu en nú verða þar í boði tvenns konar svæði, annað með enn stærri útsýnisglugga en var áður og hitt sérstakt símalaust svæði kjósi gestir það.

Svokallað Sjö skrefa Ritúal í lóninu fær nú nýtt nafn, Skjólið. Þá munu skrefin fá íslensk heiti í stað enskra, var þetta gert til þess að leggja áherslu á íslenskuna. Einnig bætist við nýtt skref þar sem gestir munu ljúka ferðalaginu um lónið inni í torfbæ þar sem boðið verður upp á krækiberjasaft í bland við íslenskt jurtate. » 4