Nýjar tölur frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sýna að Sviss, Ísland og Noregur úthluta hlutfallslega mestu fé til rannsókna og þróunar á Evrópska efnahagssvæðinu. Löndin, sem eru aðildarríki EFTA, eru fyrir ofan lönd innan Evrópusambandsins í samanburðinum.

Lesa má út frá tölunum að Sviss úthlutaði að jafnaði 914,9 evrum miðað við hvern íbúa landsins árið 2023 til þessara mála. Fylgir Ísland á eftir með 751 evrur á hvern íbúa og Noregur úthlutaði að jafnaði 676,6 evrum á hvern íbúa.

Hæsta hlutfallið í löndum innan Evrópusambandsins er í Lúxemborg, Danmörku og Þýskalandi. Í heild jukust framlög til þessara mála 5,3% miðað við árið 2022. egillaaron@mbl.is