Íslendingar búa vel þegar kemur að orku, ekki síst því sem í seinni tíð hefur verið nefnt græn orka. Hér eru enn gríðarleg tækifæri til nýtingar á vatnsorku og jarðvarmaorku þó að Ísland skari þegar fram úr flestum öðrum þjóðum í þeim efnum. Langt fram úr. Ísland hefur fyrir löngu uppfyllt öll þau markmið sem aðrar þjóðir tala um að setja sér (en uppfylla ekki og munu fæstar gera nema með reiknikúnstum).

Eini vandinn hér er að í seinni tíð hefur verið komið upp flóknu kerfi og skriffinnsku í kringum ákvarðanir um nýtingu orkunnar sem hefur valdið því að nánast ófært er orðið að ráðast í nýjar virkjanir.

Ein afleiðingin er sú að nú eru uppi áform um að ráðast í vindmyllubyggingar í stórum stíl, sem er langtum lakari kostur en nýting vatnsafls og jarðvarma. Áhrifin á náttúruna eru miklu meiri en af hinum kostunum og orkan mun óstöðugri og óhagkvæmari.

Mikilvægt er að vinda ofan af þessu með því að einfalda til muna leyfisveitingakerfið og hefja framkvæmdir

...