Á síðasta ári gekkst einn Íslendingur undir hjartaígræðslu á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg en frá árinu 2018 hafa 10 Íslendingar gengist undir slíka aðgerð á sjúkrahúsinu samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands.

Sjúkratryggingar og Sahlgrenska-sjúkrahúsið hafa átt í samstarfi um líffæraflutning og líffæraígræðslur í nær 14 ár.

Á síðasta ári gaf Ísland sjúkrahúsinu næstflest líffæri af Norðurlöndunum sé tekið mið af höfðatölu eða 37 líffæri sem nýttust frá tíu líffæragjöfum. » 10