Flóttamannabúðir Hundruð þúsunda flúðu frá Kósóvó á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar þess að Júgóslavía leystist upp. Á þessari mynd er unnið við að reisa tjöld í Cegrane-flóttamannabúðunum í Makedóníu.
Flóttamannabúðir Hundruð þúsunda flúðu frá Kósóvó á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar þess að Júgóslavía leystist upp. Á þessari mynd er unnið við að reisa tjöld í Cegrane-flóttamannabúðunum í Makedóníu. — Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson

Landamæri í Evrópu

Berlínarmúrinn var byggður eftir seinna stríð til að hindra fólk frá Austur-Þýskalandi í að fara yfir til Vestur-Þýskalands. Fyrir marga í vesturhluta Evrópu var hann tákn kúgunar og mannvonsku. Fall múrsins árið 1989 gerði fólki kleift að fara á milli þessara staða og var því jafnframt fagnað sem tákni um aukið frelsi og minni höft á fólk að ferðast um og sækja sér vinnu og menntun á ólíkum stöðum. Enda þótt það virtist alls ekki í sjónmáli margra sem bjuggu í Evrópu á þessum tíma var samhliða áherslu á frelsi ákveðinna hópa á næstu árum, verið að skapa rammgerðar girðingar – ekki alltaf í formi múrveggs – á milli ólíkra landa og landsvæða. Í Evrópu hafa síðustu áratugir einkennst af lokun ytri landamæra Evrópu, sem og að auka eftirlit með þeim, í svo ríkum mæli að sumir hafa vísað til þeirra sem „Evrópuvirkis“. Schengen-samstarfið, undirritað af fimm löndum árið

...