Gervigreind getur meðal annars komið að notum við röklega greiningu og ákvarðanatöku í rekstri, að því gefnu að rétt aðferðafræði sé notuð og að fólk kunni að spyrja gervigreindina réttra spurninga. Þetta er inntakið í námskeiði sem Þorsteinn…
Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson — AFP/Sergei Gapon

Viðtal

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Gervigreind getur meðal annars komið að notum við röklega greiningu og ákvarðanatöku í rekstri, að því gefnu að rétt aðferðafræði sé notuð og að fólk kunni að spyrja gervigreindina réttra spurninga.

Þetta er inntakið í námskeiði sem Þorsteinn Siglaugsson kennir hjá Endurmenntun Háskóla Íslands en námskeiðið fer fram dagana 25. og 26. september og ber yfirskriftina Hámörkum árangur með gervigreind – greining og ákvarðanir.

Þorsteinn starfar sem ráðgjafi en hann er sérfræðingur í aðferðafræði sem upphaflega var mótuð af stjórnunarsérfræðingnum Eliyahu Goldratt. Á ensku kallast þessi aðferðafræði einfaldlega „Logical Thinking Progress“ og snýst einkum um svk. röklega greiningu við ákvarðanatöku.

...