Svín í blúndukjólum og hvalir með pípuhatt tala mannamál og fólk rasandi yfir vondu veiðimönnunum sem skutu mömmu hans Bamba.
Árni Árnason
Árni Árnason

Árni Árnason

Í seinni tíð verður sífellt erfiðara að ná til ákveðinna þjóðfélagshópa með einhverja vitsmunalega umræðu. Yfirgangur rétthugsunarinnar eirir engu með sinni síbylju og svo er komið að upp er að vaxa heil kynslóð sem veit að vinna sem ekki er hægt að vinna sitjandi fyrir framan tölvu er ekki alvöruvinna. Vinna þar sem menn verða blautir, kaldir, skítugir, að maður nú tali ekki um blóðugir, er auðvitað bara vinna fyrir „lúsera“. Kynslóðin sem ólst upp við talsettar teiknimyndir, þar sem svín í blúndukjólum og hvalir með pípuhatt tala mannamál er rasandi yfir vondu veiðimönnunum sem skutu mömmu hans Bamba.

Raunveruleikatengingin hverfur svo fyrst fyrir alvöru þegar komið er upp í háskóla. Þar sitja menn sem halda að skoðanir þeirra verði eitthvað rétthærri við það að skreyta sig með runum af

...