Þegar atvinnubílar berast í tal dettur flestum í hug leigubíll, rúta eða jafnvel vöruflutningabifreið. Í tilviki Magdalenu Sabinu Nowak er atvinnubíllinn hins vegar breyttur Nato-hertrukkur sem áður var notaður til að ferja flugskeyti og halda Sovétríkjunum á tánum
Á þessari mynd sést vel hvað ökutækið er langt og stórt. Trukkarnir eru nokkurra áratuga gamlir og beinskiptir, og það þarf að hafa töluvert fyrir því að aka þeim.
Á þessari mynd sést vel hvað ökutækið er langt og stórt. Trukkarnir eru nokkurra áratuga gamlir og beinskiptir, og það þarf að hafa töluvert fyrir því að aka þeim. — Ljósmynd/Into the Glacier

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Þegar atvinnubílar berast í tal dettur flestum í hug leigubíll, rúta eða jafnvel vöruflutningabifreið. Í tilviki Magdalenu Sabinu Nowak er atvinnubíllinn hins vegar breyttur Nato-hertrukkur sem áður var notaður til að ferja flugskeyti og halda Sovétríkjunum á tánum. Magdalena unir sér vel á bak við stýrið á þessu ferlíki sem hún þarf að aka daglega – við alls konar aðstæður – langt upp á Langjökul með spennta ferðamenn um borð.

Magdalena starfar sum sé hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Into the Glacier en hún hefur komið víða við á áhugaverðum ferli og kannski ekki að furða að kona sem vinnur við að aka hertrukki yfir jökulsprungur hafi átt óhefðbundið lífshlaup:

„Þessar bifreiðar voru í notkun í kalda stríðinu, nánar tiltekið í

...