„Undirbúningur hefur gengið vel og verkefnið er á áætlun,“ segir Rún Ingvarsdóttir samskiptastýra Veitna um framkvæmdir félagsins, en heita vatnið var tekið af í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Norðlingaholti og Breiðholti klukkan tíu í gærkvöldi
Sund Sundlaugar á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins verða lokaðar í dag og fram til morguns vegna vinnu við tengingu á Suðuræð 2.
Sund Sundlaugar á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins verða lokaðar í dag og fram til morguns vegna vinnu við tengingu á Suðuræð 2. — Morgunblaðið/Eggert

Guðrún Sigríður Sæmundsen

gss@mbl.is

„Undirbúningur hefur gengið vel og verkefnið er á áætlun,“ segir Rún Ingvarsdóttir samskiptastýra Veitna um framkvæmdir félagsins, en heita vatnið var tekið af í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Norðlingaholti og Breiðholti klukkan tíu í gærkvöldi.

Ástæðan er vinna við tengingu Suðuræðar 2 en ljóst er að auka þarf flutningsgetu hitaveitunnar vegna aukinnar eftirspurnar á þessu svæði. Rún segir að nokkuð hafi verið um

...