Skólahundurinn Trausti er sérþjálfaður til að styðja við og starfa með skólabörnum og hefur á síðustu árum notið mikilla vinsælda meðal nemenda í Fossvogsskóla. Hann hefur nú til viðbótar fengið skólavist í Langholtsskóla í vetur og mætir í skólann á mánudaginn
Vinir Gunnar Jarl ásamt hundinum Trausta í garðinum heima í gær, tilbúnir í skólastarfið í Langholtsskóla.
Vinir Gunnar Jarl ásamt hundinum Trausta í garðinum heima í gær, tilbúnir í skólastarfið í Langholtsskóla. — Morgunblaðið/Eyþór

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Skólahundurinn Trausti er sérþjálfaður til að styðja við og starfa með skólabörnum og hefur á síðustu árum notið mikilla vinsælda meðal nemenda í Fossvogsskóla. Hann hefur nú til viðbótar fengið skólavist í Langholtsskóla í vetur og mætir í skólann á mánudaginn.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur heimilaði á dögunum að hundurinn mætti koma í Langholtsskóla einn dag í viku og dvelja þar í sex stundir í senn með börnunum í afmörkuðu rými undir stjórn Gunnars Jarls Jónssonar, kennara við skólann.

Hefur reynst mjög vel

Gunnar Jarl og eiginkona hans, Helga Helgadóttir deildarstjóri stoðþjónustu í Fossvogsskóla, eru eigendur Trausta og hafa alið hann upp og þjálfað til að vera með börnum í skólastarfi.

...