Fjölskyldan Skírn Hörpu Sóleyjar 2. júní síðastliðinn. Frá vinstri: Steini Palli, Rut, Ólöf, Unnar Ýmir, Hrönn og Jóhanna.
Fjölskyldan Skírn Hörpu Sóleyjar 2. júní síðastliðinn. Frá vinstri: Steini Palli, Rut, Ólöf, Unnar Ýmir, Hrönn og Jóhanna.

Þorsteinn Páll Hængsson fæddist 20. ágúst 1964 á Héraðshælinu á Blönduósi. „Fæðingarstaðurinn réðst af því að föðuramma mín var þar ljósmóðir en ég lét bíða eftir mér og var pabbi því farinn aftur suður. Hann var nýútskrifaður tannlæknir frá Þýskalandi og biðstofan þétt setin. Pabbi sótti sér þó meira en menntun til Þýskalands því þar kynntist hann mömmu og er ég ekki síður stoltur af þýskum uppruna mínum en hinum húnvetnska. En þar með er upptalin dvöl mín í Vestur-Húnavatnssýslu.“

Þorsteinn Páll, eða Steini Palli, ólst upp í Smáíbúðahverfinu en fjölskyldan flutti í Ásendann úr Árbænum þegar hann var sex ára. „Umhverfi uppvaxtaráranna var frábært; fullt af krökkum í hverfinu, móar þar sem Reykjanesbrautin er nú og frjálsræði til að leika úti á sumrin frá morgni til kvölds. Uppátækin voru oft skrautleg en vendipunktur varð þegar frétt um sprengju í Bústaðahverfinu birtist á

...