— AFP/Amaury Falt-Brown

Þessir krakkar, sem búsettir eru í Mið-Afríkulýðveldinu, eru nemendur í skóla sem nýtur stuðnings Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna ­(UNHCR). Langvarandi vopnuð átök á svæðinu hafa haft skaðleg áhrif á líf milljóna manna og hafa almennir borgarar ósjaldan verið skotmörk stríðandi fylkinga. Af þessum sökum meðal annars neyðast margir til að búa í flóttamannabúðum.