Tónlistarmaðurinn ástkæri Mugison er þessa dagana á tónleikaferð um landið og er stefnan sett á að spila í 100 kirkjum í 100 póstnúmerum áður en árið er á enda. Þegar þetta er skrifað þræðir Mugison sveitakirkjurnar á Eyjafjarðarsvæðinu en verkefnið …
Mugison við Sprinterinn góða. Hann segir það ekki hafa tekið langan tíma að venjast ferðabílalífstílnum.
Mugison við Sprinterinn góða. Hann segir það ekki hafa tekið langan tíma að venjast ferðabílalífstílnum. — Ljósmynd/Elín á Króknum

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Tónlistarmaðurinn ástkæri Mugison er þessa dagana á tónleikaferð um landið og er stefnan sett á að spila í 100 kirkjum í 100 póstnúmerum áður en árið er á enda. Þegar þetta er skrifað þræðir Mugison sveitakirkjurnar á Eyjafjarðarsvæðinu en verkefnið heldur áfram með hléum á komandi mánuðum og fara síðustu tónleikarnir fram í desember.

Mugison til halds og trausts er allgóð Mercedes-Benz Sprinter-smárúta sem hann hefur innréttað eftir eigin höfði og þjónar bæði hlutverki ferðabíls og listamannaseturs. Það má heyra á Mugison að hann hefur afskaplega gaman af þessum fararmáta þó að í bifreiðinni sé hvorki klósett né ísskápur.

„Þegar ég byrjaði tónlistarferilinn fyrir um það bil tuttugu árum þá fannst mér það geggjuð lausn að vera einfaldlega

...