Rafknúnir bílar duga flestum almennum borgurum sem nota farartæki sitt til að komast frá A til B. Fyrir suma skapa rafbílarnir þó meira vesen en þeir eru virði. Toyota bauð blaðamönnum í grjótnámu vinnuvélaframleiðandans JCB þar sem þeir fengu að…
Vetnisbíllinn er mun léttari en forveri hans og kemur á óvart hversu hljóðlátur hann er jafnvel á verstu vegum.
Vetnisbíllinn er mun léttari en forveri hans og kemur á óvart hversu hljóðlátur hann er jafnvel á verstu vegum.

Iðunn Andrésdóttir

idunn@mbl.is

Rafknúnir bílar duga flestum almennum borgurum sem nota farartæki sitt til að komast frá A til B. Fyrir suma skapa rafbílarnir þó meira vesen en þeir eru virði. Toyota bauð blaðamönnum í grjótnámu vinnuvélaframleiðandans JCB þar sem þeir fengu að spreyta sig aðstæðunum þar á frumgerð vetnisdrifins Toyota Hilux-pallbíls.

Var það strax nokkuð ljóst að rafbíll myndi duga skammt í námunni, enda ekki valkostur að hlaða farartækið og engin rafhleðslustöð í grenndinni. Sömuleiðis væri erfitt að koma upp hleðslustöð við námuna þar sem leiða þyrfti um 78 km langa raflínu að svæðinu.

Vatnsbær og blátt lón

Svæðið er nánar tiltekið í nágrenni við Buxton-bæ í Miðhéruðum Englands en bærinn er einna þekktastur fyrir vatn.

...