Sólskin, tunglskin og yfirskin eiga það sameiginlegt að -skinið í þeim er ypsilon-laust: skin. Í tveim fyrstu orðunum þýðir orðið birta. Í því þriðja dregur fyrir sólu: yfirskin merkir yfirvarp, átylla,…

Sólskin, tunglskin og yfirskin eiga það sameiginlegt að -skinið í þeim er ypsilon-laust: skin. Í tveim fyrstu orðunum þýðir orðið birta. Í því þriðja dregur fyrir sólu: yfirskin merkir yfirvarp, átylla, fyrirsláttur. Nóg um það. En veifi maður hendinni í kveðjuskyni skal það gert með y-i. Skyn er þar ætlun, tilgangur.