Volodimír Selenskí Úkraínuforseti fagnaði í gær árangri Úkraínuhers í Kúrsk-héraði, og sagði að herinn væri að ná öllum markmiðum sínum með sókninni. Sagði Selenskí að þau markmið fælu meðal annars í sér að dreifa herafla Rússa, búa til…
Bardagar Skotið úr úkraínskum bryndreka af gerðinni BRM1k í átt að víglínunni í Donetsk-héraði.
Bardagar Skotið úr úkraínskum bryndreka af gerðinni BRM1k í átt að víglínunni í Donetsk-héraði. — AFP/Úkraínuher

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti fagnaði í gær árangri Úkraínuhers í Kúrsk-héraði, og sagði að herinn væri að ná öllum markmiðum sínum með sókninni. Sagði Selenskí að þau markmið fælu meðal annars í sér að dreifa herafla Rússa, búa til „stuðpúða“ innan landamæra Rússlands og tryggja sanngjörn endalok stríðsins.

Úkraínumenn ráða nú yfir um 1.250 ferkílómetrum af Kúrsk-héraði og um 98 þéttbýlisstöðum þar, að sögn Selenskís, en Úkraínumenn hafa nú einnig náð að sprengja þrjár brýr yfir Sejm-fljótið, sem rennur í gegnum héraðið. Er fljótið talið mynda náttúrulega varnarlínu innan Kúrsk-héraðs.

Selenskí sagði jafnframt að Úkraínumenn þyrftu nú einungis leyfi frá bandamönnum sínum til þess að beita langdrægum vopnum innan

...