Píanóleikararnir Víkingur Heiðar Ólafsson og Yuja Wang halda saman tónleika í Eldborg Hörpu sunnudaginn 20. október. Þau eru „meðal skærustu stjarnanna í heimi klassískrar tónlistar og hafa þau hvort um sig lag á því að koma áheyrendum sífellt á…

Píanóleikararnir Víkingur Heiðar Ólafsson og Yuja Wang halda saman tónleika í Eldborg Hörpu sunnudaginn 20. október. Þau eru „meðal skærustu stjarnanna í heimi klassískrar tónlistar og hafa þau hvort um sig lag á því að koma áheyrendum sífellt á óvart með listfengi sínu, framsækni í verkefnavali og ótrúlegu virtúósíteti“, segir í tilkynningu. Efnisskráin er sögð bæði litrík og kraftmikil og spanna allt frá angurværri rómantík til leiftrandi tónlistarlegra flugeldasýninga. Tónleikarnir í Eldborg eru upphafið að glæsilegri tónleikaferð þeirra Víkings og Yuju um heiminn. Miðasala hefst á vef Hörpu, harpa.is, á morgun, 21. ágúst, kl. 10.