Það var gaman að fylgjast með afreksfólkinu í gegnum sjónvarpið, vel gert, RÚV.
Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson

Guðni Ágústsson

Augu heimsins hafa síðustu vikur beinst að París og íþróttafólkinu sem þar þreytti kappleika fyrir þjóðir sínar. Hér er ástæða til að þakka Ríkissjónvarpinu fyrir að hafa gefið landsmönnum aðgang að leikunum og sett á fót ólympíustofu og upprifjun á afrekum okkar fólks. Að færa kvöldfréttatíma til hefur verið gagnrýnt en gerði júlí að betri sjónvarpsmánuði en nokkru sinni fyrr og afreksfólkið fékk samfelldan tíma á skjánum og margt rifjað upp frá fyrri tíð. Við Íslendingar áttum okkar fólk, fimm keppendur sem stóðu sig vel, í toppbaráttunni. Síðan áttum við sanna herforingja í handknattleik sem stýrðu liðum erlendra þjóða til sigurs. Þar tóku norsku stúlkurnar gullið með okkar manni Þóri Hergeirssyni sem á einstakan feril að baki. Gamla hetjan Alfreð Gíslason gerði þýska karlalandsliðið að silfurliði. Svo var Dagur Sigurðsson í rauninni með það afrek að hafa komið tveimur þjóðum inn

...