Kínverski rafbílaframleiðandinn Zeekr, dótturfélag Geely Auto, kveðst hafa þróað nýja tegund rafhlöðu fyrir rafbíla sem má hlaða mun hraðar en áður hefur þekkst. Rafhlöðuna er að finna í nýjasta stallbak fyrirtækisins, sem fengið hefur nafnið 007,…
Bíll af gerðinni Zeekr 001. Fyrirtækið er ungt en hefur farið af stað með krafti, einkum á Asíumarkaði.
Bíll af gerðinni Zeekr 001. Fyrirtækið er ungt en hefur farið af stað með krafti, einkum á Asíumarkaði. — Ljósmynd/Zeekr

Kínverski rafbílaframleiðandinn Zeekr, dótturfélag Geely Auto, kveðst hafa þróað nýja tegund rafhlöðu fyrir rafbíla sem má hlaða mun hraðar en áður hefur þekkst.

Rafhlöðuna er að finna í nýjasta stallbak fyrirtækisins, sem fengið hefur nafnið 007, og á að taka aðeins 10 mínútur og 30 sekúndur að ná hleðslunni úr 10% í 80%. Ekki fylgir sögunni hve stór og öflug rafhlaðan er en hleðslutíminn er þó mun styttri en áður hefur sést í rafbílaheiminum en til samanburðar hefur rafbílarisinn Tesla hreykt sér af því að það taki aðeins 15 mínútur að bæta við 44% hleðslu á rafhlöður Model 3-bifreiðarinnar.

Rafhlöður Zeekr eru gerðar úr líþíni og járnfosfati og til að ná þeim hleðslutíma sem Zeekr lofar verður að stinga bílnum í samband við eina af hraðhleðslustöðvum fyrirtækisins. Eru þær nú 500 talsins í Kína og von á 1.000 stöðvum til viðbótar áður en

...