Hún fór reyndar ekki björgulega af stað því að skipt var um hest og knapa í miðri ánni, Katrín Jakobsdóttir reið á brott, en Bjarni Benediktsson steig í hnakkinn og skrifaði nýjan formála.
Fjallkonan Leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir var fjallkona þjóðhátíðardagsins í ár í Reykjavík.
Fjallkonan Leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir var fjallkona þjóðhátíðardagsins í ár í Reykjavík. — Morgunblaðið/Eyþór

Af bókum

Sölvi Sveinsson

Fjallkonan – Þú ert móðir vor kær nefnist bók sem Silja Aðalsteinsdóttir ritstýrir og gefin er út í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins, hún er þannig minningar- eða afmælisrit. Áttræðisaldur er nokkuð hár á mælikvarða mannsævinnar, en sekúndubrot á stiku jarðsögunnar. Hér er lýðveldinu hampað á tímamótaári, en 150 ára afmæli fyrstu stjórnarskrárinnar að mestu sópað undir teppið; á tímahraðli yngstu kynslóða er 1874 hluti af fornöld. Fjallkonan kveðst á við rit Brynleifs Tobíassonar um þjóðhátíðina 1874 og Indriða G. Þorsteinssonar um tilsvarandi hátíð 1974 og dugðu þá ekki minna en tvö bindi í öskju! Hér má líka telja nokkurra binda ritverk um kristni í landinu sem samið var í tilefni þúsaldarafmælis kristnitökunnar á Þingvelli.

...