Fyrirtæki Þorbjörg Helga er einn stærsti eigandi Köru Connect.
Fyrirtæki Þorbjörg Helga er einn stærsti eigandi Köru Connect. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Tap heilbrigðistæknifyrirtækisins Köru Connect nam í fyrra um 298 milljónum króna, samanborið við tap upp á um 117 milljónir króna árið áður.

Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi félagsins. Tap félagsins á liðnum sex árum nemur rúmlega hálfum milljarði króna.

Tekjur félagsins námu í fyrra rúmlega 141 milljón króna. Af þeim tekjum námu styrkir tæplega 76 milljónum króna, en þar af námu styrkir vegna laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki tæplega 44 milljónum króna, sem eru bókfærðir á síðasta ári en koma til greiðslu á þessu ári. Auk þess veitti ríkið fyrirtækinu sex milljóna króna markaðsstyrk á árinu.

Þjónustutekjur félagsins námu tæplega 66 milljónum króna og jukust um 27 milljónir króna á milli ára.

Rekstarkostnaður Köru Connect nam í fyrra um

...