Dómsmálaráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hafa styrkt samtökin Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, um 28 milljónir króna. Styrkurinn er ætlaður verkefnum tengdum mansali. Kynntu Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og…
Samningur Guðrún Hafsteinsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson ásamt Jennýju Kristínu Valberg, teymisstýru hjá Bjarkarhlíð, á fundi í gær.
Samningur Guðrún Hafsteinsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson ásamt Jennýju Kristínu Valberg, teymisstýru hjá Bjarkarhlíð, á fundi í gær. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Dómsmálaráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hafa styrkt samtökin Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, um 28 milljónir króna. Styrkurinn er ætlaður verkefnum tengdum mansali. Kynntu Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, stuðninginn á blaðamannafundi í Bjarkarhlíð í gær.

Styrkurinn er tilkominn vegna aukinna verkefna Bjarkarhlíðar og aukinnar áherslu stjórnvalda á aðgerðir gegn mansali. Í tilkynningu segir að með samkomulagi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hafi samtökunum verið falin umsjón með framkvæmdateymi um mansalsmál.

Með styrknum getur Bjarkarhlíð ráðið starfsmann í fullt stöðugildi í tvö ár til þess að sinna verkefnum tengdum mansali. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið leggur til 18 milljónir króna í styrkinn og dómsmálaráðuneytið 10

...