Dönsk stjórnvöld leggja áherslu á að fylgjast með og meta árangur af aðlögun innflytjenda að dönsku samfélagi.
Diljá Mist Einarsdóttir
Diljá Mist Einarsdóttir

Diljá Mist Einarsdóttir

Staðan í málefnum útlendinga er bæði flókin og erfið. Við þurfum að hafa góðar upplýsingar og tölfræði um hana svo við getum tekið raunhæfar og rökréttar ákvarðanir í málaflokknum.

Í kjölfar ítarlegrar umfjöllunar Viðskiptablaðsins um gögn frá dönsku hagstofunni og fjármálaráðuneytinu, m.a. varðandi stöðu innflytjenda á vinnumarkaði, lagði ég fram fyrirspurn á Alþingi til fjármála- og efnahagsráðherra. Viðskiptablaðið vakti athygli á því að opinber gögn um innflytjendur í Danmörku væru bæði ítarleg og gæfu greinargóðar upplýsingar um viðfangsefnið. Danska fjármálaráðuneytið hefur árlega gefið út skýrslur frá árinu 2015 þar sem hreint framlag innflytjenda til hins opinbera er borið saman við íbúa af dönskum uppruna. Dönsk stjórnvöld leggja áherslu á að fylgjast með og meta árangur af aðlögun innflytjenda að dönsku

...