Víðir hf. starfaði um 12-14 ára skeið á Akranesi og veitti fjöldamörgum bæjarbúum atvinnu. Ekki var viðlíka starfsemi á vegum stjórnmálasamtaka hér á landi nema ef vera skyldi í Neskaupstað undir forystu sósíalista þar í bæ.
Víðir MB 35 leggur að bryggju á Akranesi með fjölda farþega. Myndin gæti verið tekin á árunum 1944-47; en þegar Laxfoss strandaði á skeri norður af Örfirisey í janúar 1944 var Víðir fenginn til fólks- og vöruflutninga milli Reykjavíkur og Akraness.
Víðir MB 35 leggur að bryggju á Akranesi með fjölda farþega. Myndin gæti verið tekin á árunum 1944-47; en þegar Laxfoss strandaði á skeri norður af Örfirisey í janúar 1944 var Víðir fenginn til fólks- og vöruflutninga milli Reykjavíkur og Akraness.

Ásmundur Ólafsson

Þann 22. mars 1931 var á Akranesi stofnað Félag ungra sjálfstæðismanna. Formaður fyrstu stjórnar var kosinn Jón Árnason, síðar alþingismaður. Árið 1936 var nafninu breytt í Sjálfstæðisfélag Akraness. Félagið verður því 95 ára á árinu 2026. Áhugi félagsmanna fyrir því að efla fylgi flokksins var mikill, og fór svo við næstu kosningar, að fylgið jókst mikið í kjördæminu. Flokkurinn átti þá einn sinn besta og heilsteyptasta fulltrúa, sem var Pétur Ottesen alþingismaður. Forystumaður sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Akraness var hins vegar Ólafur B. Björnsson ritstjóri, einhver mesti hugsjónamaður sem Akurnesingar hafa átt. Varð hann forseti fyrstu bæjarstjórnar Akraness árið 1942, en við þær kosningar hlaut flokkurinn meirihluta, eða fimm fulltrúa af níu alls.

Hér verður í stuttu máli greint frá aðeins nokkrum málaflokkum, sem

...