Alfons Sampsted landsliðsmaður í knattspyrnu skipti á dögunum úr Twente í efstu deild Hollands og til Birmingham í C-deild Englands. Birmingham féll á síðustu leiktíð og ætlar sér beint aftur upp í B-deildina
England Alfons Sampsted er orðinn leikmaður enska félagsins Birmingham City sem leikur í C-deildinni.
England Alfons Sampsted er orðinn leikmaður enska félagsins Birmingham City sem leikur í C-deildinni. — Ljósmynd/Birmingham City

England

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Alfons Sampsted landsliðsmaður í knattspyrnu skipti á dögunum úr Twente í efstu deild Hollands og til Birmingham í C-deild Englands. Birmingham féll á síðustu leiktíð og ætlar sér beint aftur upp í B-deildina.

Félagið hefur fengið til sín marga leikmenn fyrir nýhafið tímabil, en Willum Þór Willumsson gekk í raðir Birmingham stuttu á undan Alfons. Bakvörðurinn var lánaður til Birmingham, en verður keyptur alfarið eftir tímabilið.

„Þetta eru í rauninni lánsskipti með skyldu til að kaupa mig. Það var eitthvað sem félögin ákváðu sín á milli, að hafa þetta sem lán. Þeir verða að kaupa mig, svo lengi sem við föllum ekki. Í grunninn má segja að þetta séu félagaskipti frekar

...