Breiðablik jafnaði topplið Víkings úr Reykjavík að stigum með því að leggja Fram að velli, 3:1, þegar liðin mættust í 19. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Bæði lið eru nú með 40 stig eftir 19 leiki en Víkingur heldur toppsætinu með ögn betri markatölu
Blikar Höskuldur Gunnlaugsson, Patrik Johannesen, Damir Muminovic og Ísak Snær Þorvaldsson fagna í gær. Þeir þrír síðastnefndu skoruðu allir.
Blikar Höskuldur Gunnlaugsson, Patrik Johannesen, Damir Muminovic og Ísak Snær Þorvaldsson fagna í gær. Þeir þrír síðastnefndu skoruðu allir. — Ljósmynd/Kristinn Steinn

Besta deildin

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Breiðablik jafnaði topplið Víkings úr Reykjavík að stigum með því að leggja Fram að velli, 3:1, þegar liðin mættust í 19. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í gærkvöldi.

Bæði lið eru nú með 40 stig eftir 19 leiki en Víkingur heldur toppsætinu með ögn betri markatölu. Fram er áfram í sjötta sæti með 26 stig.

Ísak Snær Þorvaldsson skoraði í þriðja deildarleik sínum í röð og er nú kominn með fimm mörk á tímabilinu.

Skagamenn tóku stigin þrjú

Á sama tíma fékk Víkingur nýliða ÍA í heimsókn í Víkina og lauk leiknum með sigri Skagamanna, 2:1.

...