Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Fyrir einu og hálfu ári lá fyrir að nauðsynlegt yrði að endurskoða svokallaðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, enda höfðu þá öll tímaviðmið farið veg allrar veraldar og kostnaðaráætlanir sprungið í loft upp.

Nú ber svo við að þremur vikum fyrir þingsetningu er stokkið til og tilkynnt að uppfærður samgöngusáttmáli verði undirritaður í hádeginu í dag, miðvikudag. Hvers vegna að skrifa undir áður en Alþingi kemur saman? Vini skattgreiðenda rak í rogastans, enda koma fjárveitingar að meginhluta til í gegnum ákvarðanir þingsins fyrir hönd ríkissjóðs (87,5%).

Alþingi mun sem sagt ekki fá tækifæri til að ræða það risamál sem „uppfærslan“ er, heldur skal láta duga að ofurríkið í ríkinu, Betri samgöngur ohf., hafi kynnt uppfærsluna fyrir umhverfis- og samgöngunefnd ásamt fjárlaganefnd á sameiginlegum lokuðum fundi nefndanna í gær.

...

Höfundur: Bergþór Ólason