Kröfuhafar lýstu yfir 780 milljóna króna kröfum í þrotabú Gourmet ehf. en einungis fengust greiddar um 6 milljónir upp í forgangskröfur eða um 8%.
Kröfuhafar lýstu yfir 780 milljóna króna kröfum í þrotabú Gourmet ehf. en einungis fengust greiddar um 6 milljónir upp í forgangskröfur eða um 8%. — Morgunblaðið/Ásdís

Skiptum er lokið á Gourmet ehf.,
en félagið hélt úti rekstri á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Auglýsing þess efnis birtist í Lögbirtingablaðinu nýlega.

Fram kemur að lýstar kröfur í búið hafi numið ríflega 780 m.kr. og samkvæmt úthlutunargerð greiddust um 8% upp í forgangskröfur eða um sex m.kr., en ekkert fékkst upp í almennar og eftirstæðar kröfur.

Eigandi félagsins var Stefán Magnússon sem átti einnig og rak Mathús Garðabæjar, en bæði félögin voru tekin til gjaldþrotaskipta um miðjan september sl.

Í byrjun árs greindi mbl.is frá að World Class hefði fest kaup á Sjálandi og áformum þess um að stækka húsið umtalsvert, til að breyta því í fyrsta flokks líkamsræktarstöð. Áætlaður kostnaður við verkefnið væri allt að 1,3 milljarðar króna og stæðu vonir til að framkvæmdir gætu hafist í febrúar á næsta ári.