Heimili því sem Vinnumálastofnun hefur starfrækt að Laugarvatni verður lokað innan tíðar. Í húsinu, þar sem áður var starfsemi húsmæðraskóla og síðar íþróttakennaradeild Háskóla Íslands, hefur frá því snemma árs í fyrra verið búsetuúrræði fyrir fólk …
Laugarvatn Heimkynni hóps Venesúelafólks síðasta eina og hálfa árið.
Laugarvatn Heimkynni hóps Venesúelafólks síðasta eina og hálfa árið. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Heimili því sem Vinnumálastofnun hefur starfrækt að Laugarvatni verður lokað innan tíðar. Í húsinu, þar sem áður var starfsemi húsmæðraskóla og síðar íþróttakennaradeild Háskóla Íslands, hefur frá því snemma árs í fyrra verið búsetuúrræði fyrir fólk á flótta sem til Íslands hefur komið og óskað alþjóðlegrar verndar. Plássin í verndarsetri þessu voru alls 56 og fólki frá Venesúela var búinn staður eystra. Fækkað hefur í þessum hópi að undanförnu, en þetta hafa gjarnan verið pör eða stakstætt barnlaust fólk.

Að Laugarvatni hefur fólk þetta verið nægt sjálfu sér í flestu tilliti, samkvæmt því sem heimamenn greina frá. Venesúelafólkið þarna nýtur opinbers stuðnings og hefur þess utan tekið þátt í starfi félagasamtaka á svæðinu, íþróttastarfi og fleiru. Þá var síðasta vetur

...