Þingmenn sem vilja draga úr umsvifum ríkisins, lækka skatta á launafólk og fyrirtæki og ýta undir fjárfestingu verða í minnihluta á komandi vetri.
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Óli Björn Kárason

Alþingi kemur saman að nýju eftir þrjár vikur – þriðjudaginn 10. september næstkomandi. Þingmenn allra flokka mæta til leiks, hver með sínum hætti, staðráðnir í að styrkja stöðu sína á síðasta þingi fyrir kosningar. Vinstri-grænir hafa þegar slegið tóninn með ályktunum á flokksráðsfundi um liðna helgi. Þar kom lítið á óvart. Gömul vinstriheit voru strengd.

Sanntrúaðir vinstrimenn leggja meiri áherslu á að stækka sneið hins opinbera af þjóðarkökunni en að stækka kökuna með skynsamlegri nýtingu auðlinda landsins. Þeir allra hörðustu eru á móti því að kakan stækki enda líta þeir svo á að hagvöxtur sé af hinu vonda. Ekki síst þess vegna er ekki ástæða til þess að auka græna orkuframleiðslu, ekki aðeins til að tryggja orkuskipti heldur einnig nýja verðmætasköpun til að standa undir betri lífskjörum almennings. Í huga þeirra

...