Tómas Rúnar Sölvason er nýr framkvæmdastjóri Arctic Protein.
Tómas Rúnar Sölvason er nýr framkvæmdastjóri Arctic Protein.

Tómas Rúnar Sölvason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Arctic Protein ehf., sem þjónustar laxeldis- og fiskvinnslufyrirtæki á Vestfjörðum. Tómas starfaði áður hjá Marel sem vélahönnuður í vöruþróun í kjötiðnaði. Á árunum 2014-2017 starfaði hann hjá Scania í Svíþjóð sem þróunarverkfræðingur í véladeild og þar á undan var hann hjá 3x Technology. Tómas er með meistaragráðu í vélahönnunarverkfræði frá Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi og BSc í véla- og orkutæknifræði frá HR.