Hjónin Einar Birgir Baldursson og Íris Sif Hermannsdóttir hafa á undanförnum tveimur árum unnið að því að gera upp Herjólfsbæ í Vestmannaeyjum, sem nú hefur verið breytt í safn. Herjólfsbærinn, sem byggður var fyrir um 20 árum, lá lengi undir…
Brúður Á safninu er hægt að finna þó nokkrar brúður sem líkjast þeim víkingum sem hér voru og hafa þær einstaklega raunverulegt útlit.
Brúður Á safninu er hægt að finna þó nokkrar brúður sem líkjast þeim víkingum sem hér voru og hafa þær einstaklega raunverulegt útlit. — Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson

Viktoría Benný B. Kjartansd.

viktoria@mbl.is

Hjónin Einar Birgir Baldursson og Íris Sif Hermannsdóttir hafa á undanförnum tveimur árum unnið að því að gera upp Herjólfsbæ í Vestmannaeyjum, sem nú hefur verið breytt í safn. Herjólfsbærinn, sem byggður var fyrir um 20 árum, lá lengi undir skemmdum þar til Einar og Íris tóku að sér að leigja húsið og endurgera það.

„Bærinn á þetta hús og það var byggt fyrir einhverjum 20 árum. Það var opið fyrir alla en lá undir skemmdum. Ég spurði bæinn hvort við hjónin mættum leigja húsið, laga það og gera upp, sem við erum búin að gera,“ segir Einar.

Hafa þau breytt húsinu í safn sem segir sögu Herjólfs Bárðarsonar og hans fjölskyldu. Herjólfsbær er nefndur eftir Herjólfi, sem var einn af

...