Djasstrompetleikarinn Hannes Arason hefur undanfarin þrjú ár stundað nám í Stokkhólmi og stofnaði þar í borg hljómsveitina Hannes Arason Kvartett. Nú eru Svíarnir komnir til landsins og munu leika með Hannesi í Hannesarholti í kvöld kl. 20.30. Kvartettinn leikur frumsamda og framsækna djasstónlist og leggur áherslu á samspuna með djúpri hlustun. Hannes leikur á trompet og flügelhorn, Oskar Nöbbelin á píanó, Amanda Karström á kontrabassa og Filip Öhman á trommur.