„Við fyrstu athugun myndi maður segja að þetta væri tilviljanakennt. En svo ef maður skoðar þetta í samhengi við annað sem hefur gerst á landinu er ýmislegt sem bendir til þess að kvikuvirkni undir landinu komi í hrinum,“ segir Páll…

Viðtal

Sonja Sif Þórólfsdóttir

sonja@mbl.is

„Við fyrstu athugun myndi maður segja að þetta væri tilviljanakennt. En svo ef maður skoðar þetta í samhengi við annað sem hefur gerst á landinu er ýmislegt sem bendir til þess að kvikuvirkni undir landinu komi í hrinum,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í Dagmálum í dag. Hann var spurður hvort það væri tilviljun að líf sé að kvikna í bæði Ljósufjallakerfinu, sem teygir sig frá Kolgrafarfirði í vestri að Norðurá í Borgarfirði, og eldstöðvakerfinu í Hofsjökli. Á sama tíma hafa átta eldgos orðið á Reykjanesskaga.

Óvenjuleg virkni hófst í Ljósufjallakerfinu um mitt ár 2021 þegar fjöldi smáskjálfta mældist. Alls urðu 83 skjálftar í kerfinu það ár og síðustu tvö ár hefur

...