Húsvíkingurinn Atli Barkarson skrifaði á mánudag undir tveggja ára samning, með möguleika á eins árs framlengingu, við belgíska knattspyrnufélagið Zulte Waregem. Hann kemur til félagsins frá SönderjyskE í Danmörku, þar sem hann var í hálft þriðja ár
Húsvíkingur Bakvörðurinn Atli Barkarson hefur skrifað undir samning við Zulte Waregem eftir tvö og hálft ár í röðum SönderjyskE í Danmörku.
Húsvíkingur Bakvörðurinn Atli Barkarson hefur skrifað undir samning við Zulte Waregem eftir tvö og hálft ár í röðum SönderjyskE í Danmörku. — Morgunblaðið/Eggert

Belgía

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Húsvíkingurinn Atli Barkarson skrifaði á mánudag undir tveggja ára samning, með möguleika á eins árs framlengingu, við belgíska knattspyrnufélagið Zulte Waregem. Hann kemur til félagsins frá SönderjyskE í Danmörku, þar sem hann var í hálft þriðja ár.

Félagaskiptin komu nokkuð á óvart, þar sem Atli lék alla fjóra leiki SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili frá upphafi til enda, og var í stóru hlutverki í sterkri danskri úrvalsdeild.

„SönderjyskE er félag sem vill selja leikmenn og sá mig sem einn af leikmönnunum sem væri hægt að selja á næstu mánuðum. Það kom gott tilboð inn sem þeir gátu eiginlega ekki hafnað. Þetta var líka gott tækifæri fyrir mig, því ég

...