Fyrir stuttu kom út ljóðabókin Ég hugsa mig – Nokkur ljóðaljóð og sagnir eftir Anton Helga Jónsson. Ég hugsa mig er ellefta ljóðabókin sem Anton sendir frá sér og kemur út þegar fimmtíu ár eru liðin frá fyrstu bókinni, ljóðakverinu Undir…
Leikur Í ljóðabókinni Ég hugsa mig reynir Anton Helgi Jónsson að sýna sögnina að bíða í jákvæðu ljósi.
Leikur Í ljóðabókinni Ég hugsa mig reynir Anton Helgi Jónsson að sýna sögnina að bíða í jákvæðu ljósi. — Morgunblaðið/Hallur Hallsson

Árni Matthíasson

arnim@mbl.is

Fyrir stuttu kom út ljóðabókin Ég hugsa mig Nokkur ljóðaljóð og sagnir eftir Anton Helga Jónsson. Ég hugsa mig er ellefta ljóðabókin sem Anton sendir frá sér og kemur út þegar fimmtíu ár eru liðin frá fyrstu bókinni, ljóðakverinu Undir regnboga sem hann gaf út sjálfur á sínum tíma. Auk ljóðabóka hefur Anton skrifað leikrit fyrir svið og útvarp, smásögur og eina skáldsögu.

Anton segir að fyrsta bókin hafi þannig orðið til að hann tók saman handrit að ljóðabók árið 1973 og sendi til Ragnars í Smára. Ragnar var þá reyndar hættur að gefa út bækur, en Anton segist hafa fengið svo mikla uppörvun hjá honum og fleirum að hann ákvað að gefa bókina þá út sjálfur. „Ég prentaði þessa bók í þrjú hundruð eintökum og fékk fullt af

...