Ólafur Eggertsson fæddist í Vestmannaeyjum 15. febrúar 1948. Hann lést á heimili sínu 8. ágúst 2024. Foreldrar Ólafs voru Eggert Gunnarsson skipasmíðameistari, f. 4. september 1922, d. 4. janúar 1991, og Jóna Guðrún Ólafsdóttir, f. 17. nóvember 1927, d. 12. mars 2010. Systkini Ólafs eru: Svava, f. 12. mars 1952, d. 9. júní 2005, Gunnar Marel, skipasmíðameistari, f. 11. nóvember 1954, Guðfinna Edda, f. 14. desember 1955, Sigurlaug, f. 22. júní 1961, og Óskar, vélavörður, f. 11. apríl 1966, d. 16. apríl 2000.

Ólafur var alla tíð einhleypur. Hann varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja og lauk tveggja vetra skipstjórnarnámi við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum árið 1968. Hann var stýrimaður á skipum og bátum frá Vestmannaeyjum og víðar. Ólafur þótti afburðasjómaður og ósérhlífinn.

Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í

...