Í yfirvofandi útgjaldaaustri á skattborgarinn sér engan málsvara

Þessa dagana þyngist umferðin á höfuðborgarsvæðinu svo um munar. Eftir nokkrar vikur þar sem morgunumferðin minnti helst á daga kórónuveirufaraldursins eru allir gömlu flöskuhálsarnir farnir að minna á sig svo um munar og þegar skólahald hefst mun gamanið hefjast fyrir alvöru.

Það er því viðeigandi að nú skuli samgöngusáttmálinn á ný kominn í fréttir. Í burðarfréttinni á forsíðu Morgunblaðsins í gær var sagt frá því að verðmiðinn á samgöngusáttmálanum væri orðinn nær tvöfalt hærri en hann var í september í fyrra. Samkvæmt uppfærðri áætlun er gert ráð fyrir útgjöldum upp á 310 milljarða króna, en þau stóðu í 160 milljörðum fyrir tæpu ári.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, var ekki kátur í samtali við Morgunblaðið um þessa hækkun og þann tíma sem það tók að uppfæra áætlunina.

...