Veðurstofa Íslands sendi í gærkvöldi frá sér tilkynningu um að rafleiðni í Skaftá hefði hækkað hægt og rólega frá því í fyrrakvöld, og að vatnshæð árinnar og rennsli hennar við Sveinstind hefði aukist í gær.

Ekki var talið að leysing á jökli eða úrkoma væri orsök þessara breytinga, heldur bentu athuganir Veðurstofunnar til að Skaftárhlaup væri að hefjast. Í tilkynningunni kom fram að gögn Veðurstofunnar gæfu til kynna að upptök hlaupsins væru mögulega í Vestari-Skaftárkatli, en síðast hljóp úr katlinum í september 2021. Þá sagði að hlaupin úr vestari katlinum væru að jafnaði minni en úr þeim eystri.

Rennsli við Sveinstind var um 149 rúmmetrar á sekúndu kl. 20.30 í gærkvöldi, en búist er við að hámarksrennsli í þessu hlaupi fari ekki yfir 750 rúmmetra á sekúndu. Þó er ekki útilokað að vatn hlaupi úr Eystri-Skaftárkatli í

...