Staðgreiðslutekjur sveitarfélaga, það er útsvar, hafa aukist um 9,9% á landsvísu það sem af er ári. Alls nema staðgreiðslutekjur sveitarfélaga og jöfnunarsjóðs ríflega 205 milljörðum á fyrstu sjö mánuðum ársins, samanborið við 187 milljarða á sama tíma á síðasta ári.

Útsvar er lagt á tekjur einstaklinga hvort sem það eru laun, lífeyrir, bætur úr almannatryggingum og vegna atvinnuleysis, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga eða annað. Þróun staðgreiðslutekna sveitarfélaga ræðst þannig meðal annars af þróun íbúafjölda, launaþróun, þátttöku á vinnumarkaði og útsvarsprósentu.

Staðgreiðslutekjur sveitarfélaga hafa aukist skarpt á undanförnum árum. Þannig jukust þær um tæp 14% á síðasta ári, tæp 12% árið 2022 og ríflega 7% árið 2021.

Meðaltal þokast nær hámarki

Hámark útsvarsprósentu

...