Enn hækka varnargarðarnir við Sundhnúkagígaröðina, en sem stendur er unnið dag og nótt að hækkun varnargarðsins L6, en hann á að verja Svartsengi fyrir hugsanlegu eldgosi. Dómsmálaráðuneytið gaf heimild til þess fyrir helgi að halda hækkuninni á garðinum áfram
Svartsengi Stórvirkar vinnuvélar við varnargarðinn við Svartsengi í gær, en varnargarðurinn verður 12 metra hár til að varna því að hraun flæði yfir hann.
Svartsengi Stórvirkar vinnuvélar við varnargarðinn við Svartsengi í gær, en varnargarðurinn verður 12 metra hár til að varna því að hraun flæði yfir hann. — Morgunblaðið/Eyþór

Elínborg Una Einarsdóttir

elinborg@mbl.is

Enn hækka varnargarðarnir við Sundhnúkagígaröðina, en sem stendur er unnið dag og nótt að hækkun varnargarðsins L6, en hann á að verja Svartsengi fyrir hugsanlegu eldgosi. Dómsmálaráðuneytið gaf heimild til þess fyrir helgi að halda hækkuninni á garðinum áfram.

„Þetta er svona sá hluti varnargarðanna sem við teljum að sé einna viðkvæmastur fyrir seinni hluta hraunrennslis frá Sundhnúkagígaröðinni, ef það myndast hrauntjarnir sem geta farið af stað í seinni hluta gossins. Þannig að við erum að reyna að hækka hann meira en áður var gert ráð fyrir,“ útskýrir Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís, í samtali við Morgunblaðið.

Svartsengisvirkjun er staðsett innan varnargarðsins en hraunflæðilíkön

...