”  Aðgerðirnar eiga flestar sammerkt að auka óhagkvæmni, leggja á nýjar álögur eða þyngja reglubyrði.

Samkeppnishæfni

María Guðjónsdóttir

Lögfræðingur Viðskiptaráðs

Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi,“ sagði Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú þegar íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Ódauðleg setning, ekki síst vegna þess að hún grípur á einlægan hátt vilja okkar til að skara fram úr og keppa við fjölmennari þjóðir á alþjóðasviðinu.

Það er ekkert að því að vilja standast alþjóðlegan samanburð og reyndar nokkuð sem við eigum alla jafna að keppa að sem þjóð. En samanburðurinn verður að vera sanngjarn og forsendur sambærilegar svo keppnin sé jöfn. Þessu hafa íslensk stjórnvöld klikkað á þegar kemur að loftslagsmálum.

Sérstaða landsins

...