Helga Jónsdóttir fæddist á Leysingjastöðum í Hvammssveit í Dalasýslu 28. mars 1927. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 8. ágúst 2024.

Helga bjó til átta ára aldurs á Hólum og fjölskyldan flutti svo í Sælingsdalstungu 1935. Foreldrar hennar voru Jón Jóel Einarsson, f. 1898, d. 1947, organisti og bóndi, og Sigríður Sigurðardóttir, f. 1895, d. 1969, húsfreyja. Bræður Helgu voru Einar Jóhann og Garðar. Þeir eru báðir látnir.

Hinn 23. nóvember 1946 giftist Helga Benedikt Á. Gíslasyni frá Galtarvík, prentmyndasmið, kennara og bónda, f. 15. apríl 1922, d. 23. september 1974. Börn þeirra eru: 1) Jón Jóel, f. 15. ágúst 1947. Eiginkona hans er Guðrún J. Ingvarsdóttir, f. 3. júlí 1955. Börn þeirra eru: a) Eyþór Ingi, f. 1973. Eiginkona hans er Elvý Guðríður Hreinsdóttir, f. 1971. Dætur Eyþórs eru Rakel Ýr og Katla. Synir Rakelar eru Jón Wiggó

...